Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 385  —  178. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur.



Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (JónG, ÁsF, BjÓ, KLM, PJP).



     1.      Við 2. gr.
              a.      Við 2. mgr. bætist: enda tengist hún kjarnastarfsemi fyrirtækisins.
              b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við slíkt framsal skulu tilheyrandi eignir og skuldir skiptast í réttum hlutföllum við hvern rekstrarþátt miðað við bókfært verð.
              c.      Við 5. mgr. bætist: sbr. XIV. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög.
     2.      Í stað orðsins ,,dótturfyrirtækja“ í 1. mgr. 5. gr. komi: dótturfélaga.
     3.      Við ákvæði til bráðabirgða III.
              a.      1. málsl. orðist svo: Þrátt fyrir skilyrði 52. og 54. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal uppskipting rekstrarþátta á milli sameignarfyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur og einstakra dótturfélaga hennar, í samræmi við kröfur raforkulaga, nr. 65/2003, með síðari breytingum, ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, dótturfélög hennar og eigendur.
              b.      Í stað orðanna ,,skiptast á milli fyrirtækjanna í sama hlutfalli og eigið fé, samkvæmt reikningsskilum félaganna við gildistöku laga þessara“ í 3. málsl. komi: skiptast á milli félaganna í sama hlutfalli og bókfært verð eigna að frádregnum skuldum sem flytjast til þeirra.
     4.      Í stað orðanna ,,er þeim lögaðilum sem til verða við uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur, uppfylla skilyrði og fengið hafa heimild ríkisskattstjóra til samsköttunar, heimilt að nýta yfirfæranlegt tap fyrri ára sem stafar af rekstri“ í ákvæði til bráðabirgða IV komi: er þeim hlutafélögum sem verða til við uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt raforkulögum, nr. 65/2003, og uppfylla skilyrði til samsköttunar, heimilt að nýta yfirfæranlegt tap fyrri ára sem beinlínis stafar af sömu þáttum í rekstri.